Nú er orðið ljóst hvaða helgar það eru sem fótboltamótin í Fjallabyggð fara fram sumarið 2012.

Nikulásarmótið á Ólafsfirði verður haldið helgina 13-15 júlí sem er önnur helgin í júlímánuði. Á Nikulásarmótinu spilar 6. og 7. flokkur.  Pæjumótið á Siglufirði verður haldið 10.-12. ágúst sem er einnig önnur helgin í ágústmánuði.  Á Pæjumótinu keppa stúlkur í 7.,6, og 5. flokki og er spilaður minni bolti.

Það er því tímabært fyrir foreldra sem ekki ætla gista í tjaldi að athuga með gistingu í Fjallabyggð. Hér á síðunni er hægt að fletta upp hvaða gistimöguleikar eru í boði.