Íþróttamaður ársins í Fjallabyggð verður útnefndur á morgun. Margir koma til greina, en hérna eru þeir sem eru tilnefndir í golfi, skíðum, hestaíþróttum og boccia:
Fjórir golfarar eru tilnefndir sem golfari ársins 2015 en það eru þau:
• Bergur Rúnar Björnsson frá GÓ
• Brynja Sigurðardóttir frá GÓ
• Dagný Finnsdóttir frá GÓ
• Sævar Örn Kárason frá GKS
Þrír skíðamenn eru tilnefndir sem skíðamaður ársins 2015 en það eru þau:
• Elsa Guðrún Jónsdóttir frá SÓ
• Jónína Kristjánsdóttir frá SÓ
• Sævar Birgisson frá SÓ
Þrír knapar eru tilnefndir sem knapi ársins 2015 en það eru þau:
• Eva Dögg Sigurðardóttir frá Glæsir
• Finnur Ingi Sölvason frá Glæsir
• Svavar Ö. Hreiðarsson frá Gnýfara
Íþróttafélagið Snerpa tilnefnir eina dömu sem bocciamaður ársins en það er:
• Hrafnhildur Sverrisdóttir frá Snerpu

Ásamt öllum þessum tilnefningum til íþróttamanns hverrar greinar þá eru fjölmargir ungir og efnilegir tilnefndir sem ungur og efnilegur í hverri grein.