Heiða Hringsdóttir, formaður starfshópsins kynnti samhljóma tillögu starfshóps um breytingar á skólamálum í Árskógi. Tillagan felur í sér að stofnaður verði nýr, samrekinn, sjálfstæður leik- og grunnskóli í Árskógi fyrir nemendur frá upphafi leikskólagöngu og upp í 7. bekk grunnskóla. Í tillögunni er gert ráð fyrir að skólinn muni rúmast innan veggja grunnskólahúsnæðisins í Árskógi og að farið verði í viðbyggingu og breytingar á húsnæðinu áður en skólinn verður stofnaður.
Fræðslunefnd Dalvíkurbyggðar hefur vísað þessar tillögu til Bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar.