Tillaga frá Sigurjóni Magnússyni um að Fjallabyggð kaupi eignarhlut hans í Námuvegi 2 og að hann kaupi áhaldahús bæjarfélagsins í Ólafsfirði. Safnið verði fyrir komið í Námuvegi 2 og verði hugsað sem alhliða fugla-, náttúru-, sögu- og munasafn.
Fram kemur að bæjarráð Fjallabyggðar þakki Sigurjóni Magnússyni áhuga hans á safnamálum í Ólafsfirði en telji óraunhæft að Fjallabyggð taki á sig þær fjárskuldbindingar sem felast í hans hugmyndum. Jafnframt telur bæjarráð Fjallabyggðar að “áhugahópur um náttúrugripasafn í Ólafsfirði”, sem stofnaður var á fundi í Tjarnarborg í sumar, ásamt fagráði bæjarfélagsins, verði með í ráðum um fyrirkomulag safnamála í Ólafsfirði.