Verkfræðistofan COWI hefur sent inn tillögu til Dalvíkurbyggðar að breyttum deiliskipulagsmörkum fyrir nýtt íbúðarsvæði sunnan Dalvíkur. Hverfið er skammt frá íþróttamiðstöðinni.
Tillagan felur í sér stækkun skipulagssvæðisins til norðurs og austurs í því skyni að ná betri tengingu við núverandi íbúðarbyggð við Böggvisbraut, Dalbraut og Sunnubraut.
Skipulagsráð  Dalvíkurbyggðar hefur lagt til við sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.