Tilkynning frá Síldarminjasafninu
Vegna fréttar sem hedinsfjordur.is birti með fyrirsögninni: „Örlygur hyggst skrifa um síldarárin 1903-1965“ – er rétt að takja eftirfarandi fram:
Fyrir skömmu var bréf sent til bæjarráðs Fjallabyggðar til að kynna hugmyndir um gerð bókar sem ástæða væri að gefa út. Þar er nefnt að starfsmenn safnsins hafi lengi rætt um slíka bók með fjölda ljósmynda og vönduðum texta. Var í því sambandi nefnt árið 2018 þegar 100 ár verða liðin frá því að Siglufjörður öðlaðist kaupstaðaréttindi. Þetta bréf var aðeins til kynningar og ekkert hefur verið ákveðið hvort Síldarminjasafnið ráðist í þetta verk. Starfsmenn þar velta því fyrir sér hvort þeir eigi að leggja í slíkt stórvirki. Þar vinnur fólk með háskólapróf í sagnfræði og þjóðfræði og hefur einnig nokkra reynslu af bókarskrifum. Og spyrja má hvort Síldarminjasafnið sé ekki réttur vettvangur til slíkrar vinnu.
Það er fjarri lagi að nokkurt ákvörðun hafi verið tekin og enn síður að einn maður vinni verkið – hvort tveggja þarf til: ritstjórn og ráðgjafanefnd.
En staða málsins er sú að hugmynd okkar þarf að kynna víða, td. bæjarstjórnendum Fjallabyggðar og nokkrum ljósmyndasöfnum – og ekki verður ráðist í verkið nema finna traust og stuðning til þess.
(www.sild.is)