Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt að verðtilboði Rauðku á Siglufirði verði tekið fyrir framleiðslu á hádegismati fyrir skólamötuneyti Grunnskóla Fjallabyggðar. Nefndin hafði áður fengið tilboð frá Rauðku á Siglufirði, Höllinni Ólafsfirði og Allanum Siglufirði. Bæjarráð og Bæjarstjórn Fjallabyggðar á þó lokaorðið í þessari ákvörðun.

Samþykkt var með þremur atkvæðum fulltrúa meirihlutans, Nönnu Árnadóttur, Hilmars Hreiðarssonar og Ásdísar Sigurðardóttur gegn tveimur atkvæðum minnihlutans, Hólmfríðar Rafnsdóttur og Hjördísar Hönnu Hjörleifsdóttur.

Áður hafði þjónustuaðilum í Fjallabyggð verið boðið að skila verðtilboðum fyrir skólamötuneyti Grunnskóla Fjallabyggðar. Svör bárust frá eftirtöldum aðilum:

  • Allinn Siglufirði: kr. 649 einstök máltíð fyrir bekkjardeildir á Siglufirði 1.-4. bekk og kr. 749 kr. einstök máltíð fyrir 5.-10. bekk.
    Einstök máltíð fyrir starfsmenn kr. 749.
  • Höllin Ólafsfirði: kr. 680, einstök máltíð, fyrir bekkjardeildir í Ólafsfirði: kr. 980 fyrir starfsmenn.
  • Rauðka Siglufirði: Kr. 790 einstök máltíð, fyrir bekkjardeildir á Ólafsfirði og Siglufirði, ef heil önn er skráð í einu lagi. Kr. 800 m.v. skráningu fyrir máltíðum í einn mánuð í senn. Kr. 850 fyrir bekkjardeildir á Siglufirði. Kr. 900 fyrir bekkjardeildir á Ólafsfirði.

Kaffi Rauðka