Fræðslunefnd Fjallabyggðar hefur farið yfir tilboð frá Allanum og Rauðku í skólamáltíðir Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði fyrir næsta skólaár. Samþykkt hefur verið að taka tilboði Rauðku sem buðu 800 kr fyrir hverja máltíð nemenda og 830 kr fyrir hverja máltíð starfsmanna. Allinn bauð 850 kr fyrir hverja máltíð nemenda og starfsmanna.

Farið var yfir sýnishorn af matseðli frá báðum tilboðum áður en afstaða var tekin.

IMG_8862 (Small)