Vegagerðin opnaði tilboð í verkefnið um dýpkun bæjarbryggju á Siglufirði þann 24. maí síðastliðinn. Tvö tilboð bárust, Björgun ehf. bauð 69.930.000 kr. eða 95,8% af kostnaðaráætlun, og Jan De Nul n.v. útibú á Íslandi bauð 51.200.000 kr. eða 70,2% af kostnaðaráætlun.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að gengið verið til samninga við lægstbjóðenda eins og Vegagerðin lagði til.

26533316204_420bb91512_z