Þyrla Landhelgisgæslunnar kom til Siglufjarðar í kringum hádegið í dag og var með sýningu á sjó. Björgunarsveitin Strákar veittu aðstoð. Ræst hefur heilmikið úr veðrinu á Siglufirði í dag og er glampandi sól.

Slökkvilið Fjallabyggðar býður krökkum og öðrum gestum Síldarævintýrisins á Siglufirði í froðufjör á Rauðkutúni kl. 13:30 í dag. Börn þurfa taka með sér gott handklæði.

Myndir af þyrlunni tók Guðmundur Ingi Bjarnason, tjaldvörður í Fjallabyggð.

Nóg annað er um að vera í dag á Síldarævintýrinu, íþróttahúsið með hoppukastala er opið og lifandi tónlist verður á Ráðhústorginu og í Ljóðasetrinu. KK er svo svo á Kaffi Rauðku í kvöld.

Velkomin til Fjallabyggðar.

Mynd: Slökkvilið Fjallabyggðar

 

Mynd: Guðmundur Ingi Bjarnason
Mynd: Guðmundur Ingi Bjarnason
Mynd: Guðmundur Ingi Bjarnason