Það fór ekki fram hjá neinum á Siglufirði í dag að svört þyrla flaug fjölmargar ferðir upp í vinnusvæðið við snjóflóðavarnargarðana fyrir ofan Siglufjörð. Þyrlan flaug með starfsmenn ÍAV fyrst upp í fjall, og svo fjölmargar ferðir með efni fyrir snjóflóðavarnargarðana, en flogið var frá Siglufjarðarflugvelli.

Ljósmyndir: Magnús Rúnar Magnússon & Elsa Karen Jónasdóttir – Héðinsfjörður.is