Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að þungfært sé á Siglufirði í dag. Þæfingur er í Héðinsfirði og skafrenningur á Ólafsfjarðarvegi og Siglufjarðarvegi. Lokað er á Þverárfjalli.

Hálka eða snjóþekja eru á flestum vegum á Norðurlandi og skafrenningur, éljagangur eða snjókoma.