Færð er mjög þung í Eyjafirði og mjög slæmt veður. Vegir eru ýmist í þæfing, þungfærir eða ófærir. Í Skagafirði er fært á láglendi en þar er skafrenningur og vetrarfæri. Í Húnavatnssýslum eru flestir vegir færir en ófært er um Vatnsnesveg og Langadal.

Aðrar upplýsingar frá Vegagerðinni:

  • Vatnsskarð 18:18

    Unnið er að því að opna veginn. Hann mun væntanlega opna á næsta hálftímanum eða svo.

  • Ljósavatnsskarð 14:18

    Vegurinn er lokaður vegna snjóflóðs sem féll yfir veg. Nætsu upplýsingar koma í fyrramálið.

  • Víkurskarð 14:16

    Vegurinn er lokaður vegna veðurs.

  • Þverárfjall 14:16

    Vegurinn er lokaður vegna veðurs. Næstu upplýsingar koma í fyrramálið.

  • Siglufjarðarvegur 14:16

    Vegurinn er lokaður vegna veðurs.

  • Ólafsfjarðarmúli 14:15

    Vegurinn er lokaður vegna veðurs.

  • Dalsmynni 14:13

    Vegurinn er ófær vegna veðurs og snjóflóðahættu.

  • Öxnadalsheiði 14:09

    Vegurinn er lokaður vegna veðurs. Næstu upplýsingar koma í fyrramálið.