Knattspyrnufélag Fjallabyggðar keppti um helgina á Norðurlandsmótinu í Boganum Akureyri. Liðið lék sinn annan leik og nú við Leikni Fáskrúðsfirði. Leiknir hafði leikið tvo leiki og var án stiga eins og KF.

Nokkrir leikmenn hjá KF léku með sem hafa verið til skoðunar hjá félaginu. Staðan í hálfleik var 1-1, en Hrafnkell Freyr skoraði mark KF á 30. mínútu, fimm mínútum eftir mark Leiknismanna. Leiknir komst aftur yfir á 64. mínútu, en Almar Daði gerði sitt annað mark. Síðustu mínúturnar voru fjörugar, en Leiknir skoraði sjálfsmark og eitt mark til, bæði skráð á 87. mínútu. Andri Freyr jafnaði svo leikinn fyrir KF á 90. mínútu , eða alveg í blálokin.

Allir varamenn fengu að spila í síðari hálfleik, m.a. einn á sextánda ári hjá KF.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.