Íþróttafélagið Þór í samstarfi við Akureyrarstofu munu kveðja jólin með árlegri þrettándagleði föstudaginn 6. janúar sem haldin verður að Réttarhvammi við Hlíðarfjallsveg. Kveikt verður í brennu kl. 19. Jólasveinarnir koma og kveðja, Álfakongur mætir á svæðið með drottningu sinni og flytur ávarp. Heimir Bjarni Ingimarsson tekur lagið og hefur með  barnakór sér til traust og halds. Púkar, tröll og alls kyns kynjaverur mæta á svæðið.  Eins og undanfarin ár er bæjarbúum boðið frítt þennan viðburð.