Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður verður með glæsilega þrettándabrennu á Rimum í Svarfaðardal í kvöld,  föstudaginn 6. janúar kl. 20:30.  Vegleg flugeldasýning verður í boði Björgunarsveitarinnar, Landflutninga, Umf. Þ.Sv. og velunnara. Kvenfélagskonur bjóða upp á kakó og smákökur.