Laugardaginn 29. júní, fer fram í 20. sinn Þorvaldsdalsskokkið. Skokkið er um 25 km óbyggðarhlaup þar sem keppendur hlaupa í gegnum Þorvaldsdalinn.  Hlaupið hefst kl. 12:00 við Fornhaga í Hörgársveit. Afhending gagna verður í Árskógarskóla frá kl. 10:15 en kl. 11:00 leggur rúta af stað frá Árskógsskóla og flytur keppendur að rásmarki við Fornhaga. Það gefur keppendum færi á að geyma bíla sína við mark hlaupsins. Einnig geta keppendur mætt beint í Fornhaga og geta þá fengið keppnisnúmer sitt þar.

Að hlaupi loknu er tilvalið fyrir keppendur að skola af sér rykið í Jónasarlaug á Þelamörk en þar fæst ókeypis aðgangur laugardaginn 29. júní með framvísun þátttökupenings.
Veturinn að þessu sinni var frekar snjóþungur og voraði seint á Norðurlandi og mega keppendur því búast við óvenju miklum snjó á dalnum auk þess sem allar mýrar eru væntanlega mjög blautar. Biðjum við keppendur að vera viðbúnir þessum aðstæðum og búa sig vel.

Nánar um hlaupið á http://thorvaldsdalur.umse.is/

loftmyndjpeg

Heimild: www.dalvik.is