Þór Jakobsson hefur afhent Kvennaskólanum á Blönduósi skjöl, bækur, muni og myndir sem Þór hefur áskotnast á löngum starfsferli sínum erlendis sem innanlands. Verið er að hanna undir leiðsögn Jóns Þórissonar fundar-og vinnusal í Kvennaskólanum á Blönduósi. Mun herbergið bera nafnið „Þórsstofa-Íshafsleiðin til Kína“. Þór og kona hans Jóhanna Jóhannesdóttir hafa gefið Þórsstofu kr. 500.000 sem fer til uppbyggingar stofunnar.

Þórsstofa verður vígð sunnudaginn 16. október.  Við það tækifæri mun Dr. Þór Jakobsson flytja erindi og opið verður í setrinu kl. 13:00 – 17:00.