Þórsarar tóku á móti botnliði Fram í kvöld í efstu deild karla í knattspyrnu.  Fyrsta mark leiksins kom strax á 6. mínútu og var þar að verki Gunnar Már Guðmundsson. Framarar voru betri aðillinn í fyrri hálfleik og fengu sín tækifæri en Srdjan Rajkovic markmaður Þórs átti mjög góðan leik. Seint í leiknum bættu svo Þórsarar við tveimur mörkum og voru þar að verki Sigurður Kristjánsson á 79 mínútu og Jóhann Hannesson á 89 mínútu. Það voru 1100 áhorfendur í kvöld á leiknum og dómari var Vilhjálmur Þórarinsson.

Þórsarar eru í 8. sæti eftir leikinn með 17 stig.