Þórsarar féllu í 1. deild eftir 2-1 tap í Keflavík í dag, þar sem öll mörk leiksins komu á fyrstu átján mínútunum. Þór fékk aðeins eitt stig í síðustu níu útileikjum sínum í sumar og það stig kom í hús í júní.
Grindvíkingar björguðu sér með því að vinna 2-0 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum. Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindavíkur, skoraði fyrra markið tíu mínútum fyrir leikslok og Magnús Björgvinsson innsiglaði síðan sigurinn.
“Ég tek fulla ábyrgð á því hvernig fór hjá okkur,“ sagði hann eftir leikinn. Hann sagðist ekki ætla að skorast undan ef óskað væri eftir því að hann yrði áfram þjálfari liðsins. „Þetta sumar fer í reynslubankann hjá mér og líka hjá strákunum og sé þess óskað mun ég ekki skorast undan og er tilbúinn að halda áfram með liðið,“ sagði Páll meðal annars við MBL.is
1050 áhorfendur voru í Keflavík í dag, og dæmdi Kristinn Jakobsson leikinn og sýndi 5 gul spjöld.
Það verða þrjú norðanlið í 1.deildinni á næsta ári, KA, Þór og Tindatóll/Hvöt en þeir unnu 2. deildina og leika í 1. deild að ári.