KF sigraði Gróttu 4-1 á Ólafsfjarðarvelli í dag. Þórður Birgisson gerði þrennu í leiknum og Nenad Zivanovic gerði 1 mark. Staðan var 1-0 í hálfleik en KF gerði 3 mörk í þeim síðari gegn einu marki frá Gróttu. Glæsilegur 4-1 sigur á Gróttu og KF í 2. sæti með 42 stig og þarf aðeins jafntefli í lokaumferðinni gegn Hamari. HK og Afturelding unnu einnig sína leiki í dag og eru með 40 stig fyrir lokaumferðina. KF þarf því jafntefli eða sigur í loka umferðinni á útivelli þann 22. september til að komast upp í 1. deildina.