Þór Vigfússon hefur opnað sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði og stendur hún til 26. maí. Opið daglega frá kl. 14.00 – 17.00.

Á sýningunni Portrett sýnir Þór ný verk unnin fyrir Kompuna í Alþýðuhúsið á Siglufirði. Á sýningunni veltir Þór fyrir sér skilgreiningum
hins tvívíða forms.

Þór Vigfússon er fæddur í Reykjavík árið 1954. Árið 1974 tók Þór þátt í sinni fyrstu sýningu og spannar sýningarferill hans nú fimm áratugi. Þór
hefur sýnt víða bæði hér heima og erlendis á sínum ferli auk þess að vinna að myndlistarverkum í opinberar byggingar, nú síðast verkið
Flækja fyrir nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, Smiðju. Þór hefur komið að margvíslegu sýningarhaldi á sínum ferli, er einn af stofnendum
Nýlistasafnsins og ARS LONGA samtímalistasafns á Djúpavogi þar sem hann einmitt býr og starfar.