Árlega Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefst miðvikudaginn 3. júlí og stendur til 7. júlí.  Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Kysstu mig hin mjúka mær. Hægt er að kaupa miða á einstaka tónleika eða tónleikaskírteini á Tix.is.

Tónleikaskírteini veitir aðgang að öllum 15 tónleikum Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði 2024.

Skemmtilegir og fjölbreyttir tónleikar fyrir alla fjölskylduna, ókeypis námskeið og óvæntir viðburðir.

Hátíðin hefst með tónleikum í Siglufjarðarkirkju, 3. júlí kl. 17:00. Klukkan 20:00 verða aðrir tónleikar í Siglufjarðarkirkju. Í Bátahúsinu verða tónleikar kl. 21:30. Síðustu tónleikar dagsins verða svo á Rauðku kl. 23:00 en þar verður Íslenskur Jazz leikinn á dönsku.

Öll nánari dagskrá á heimasíðu hátíðarinnar.