Hin árlega Þjóðlagahátíð á Siglufirði verður haldin í 22. skiptið dagana 6.-10. júlí næstkomandi. Hún ber yfirskriftina Þýtur í stráum og sýnir gestum inn í heim tónlistar ólíkra landa og menningarheima, allt frá Afríku til grísku eyjarinnar Krít, frá Frakklandi og Spáni til Norðurlandanna, um Skotland og Bandaríkin allt til Mexikó. Tónleikar verða haldnir víða á Siglufirði, m.a. í Siglufjarðarkirkju, Bátahúsi Síldarminjasafnsins, Kaffi Rauðku og Þjóðlagasetrinu.

Á meðal listamanna sem koma fram á hátíðinni eru Dans Afrika Iceland, systkinin Rasoulis frá Krít, Zvezdana Novakovic frá Slóveníu, Ruth Wall frá Skotlandi auk fjölmargra íslenskra listamanna á borð við þjóðlagahljómsveitina Brek, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, kvennakórinn Vox Feminae og þjóðlagasveitina Mandólín.

Á hátíðinni er boðið upp á ókeypis námskeið í rímnakveðskap, balkantónlist og keltneskri tónlist auk Þjóðlagaakademíunnar sem er alþjóðlegt námskeið um íslenska og erlenda þjóðlagatónlist.

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er fimm daga tónlistarhátíð fyrir alla fjölskylduna í einum nyrsta bæ landsins. Þjóðlagahátíðin hefur að leiðarljósi að kynna þjóðlagaarf ólíkra þjóða og þjóðarbrota. Á hátíðinni eru 18-19 tónleikar haldnir víðs vegar um Siglufjörð.

Þjóðlagahátíð á Siglufirði var fyrst haldin sumarið 2000 fyrir tilstuðlan Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði, Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000 og Siglufjarðarkaupstaðar.

Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Gunnsteinn Ólafsson.

Þjóðlagasetrið á Siglufirði er staðsett í einu elsta húsi Siglufjarðar. Í því eru  íslensk þjóðlög kynnt á aðgengilegan og skemmtilegan hátt. Þar er boðið upp á myndbönd af fólki á öllum aldri sem syngur, kveður eða leikur á hljóðfæri. Sagt er frá þjóðlagasöfnun sr. Bjarna Þorsteinssonar (1861 – 1938), greint frá heimildarmönnum hans og mörgum þeim sem aðstoðuðu hann við söfnunina víða um land.

Miðasala er á tix.is.  og á Þjóðlagasetrinu.

Sjá nánar á heimasíðu hátíðarinnar www.siglofestival.com.

Verðskrá

Kaupa má tónleikapassa eða tvenndarskírteini á tix.is. Einnig í Þjóðlagasetrinu, Norðurgötu 1, Siglufirði. Miðapantanir á staka tónleika í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði í síma 4672300 eða á thjodlagasetur@gmail.com. Miðasala í Þjóðlagasetrinu eða á tónleikastað.

Stakir miðar á tónleika
kr. 4.000/3.000*

Tónleikapassi (öll hátíðin)
kr. 18.000/15.500* Gildir á alla tónleika hátíðarinnar

Tvenndarskírteini (hjón, pör) á alla viðburði
kr. 23.500/19.000* (Selt í Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar. Sími 4672300)

Dagpassi 
kr. 7.000/6.000* Gildir á alla tónleika viðkomandi dag, miðvikudag, fimmtudag eða föstudag. (Ókeypis fyrir 15 ára og yngri. Selt í Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar. Sími 4672300)

Helgarpassi (Föstudagur, laugardagur, sunnudagur)
kr. 10.000/8.500* (Ókeypis fyrir 15 ára og yngri. Selt í Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar. Sími 4672300)

Námskeið og Þjóðlagaakademían eru ókeypis. Í sumum tilfellum er fjöldi á námskeiði takmarkaður. Skráning á thjodlagasetur@gmail.com

Ókeypis er fyrir börn 15 ára og yngri á alla tónleika hátíðarinnar.

Skráning á námskeið og í þjóðlagaakademíuna fer fram í gegn um netfangið thjodlagasetur@gmail.com eða í síma 467 2300.

*Námsmenn í fullu námi (16 ára og eldri), atvinnulausir, öryrkjar og 67 ára og eldri.  Athugið að ef að nýttur er afsláttur við miðakaup þarf að framvísa skilríkjum þess efnis þegar armband er sótt til að staðfesta rétt á afslætti.

Forsala hátíðarpassa er á tix.is 

Stakir miðar og tónleikapassar verða einnig seldir í Þjóðlagasetrinu, Norðurgötu 1, Siglufirði. Síminn í Þjóðlagasetrinu er 467 2300.