Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefst í dag og stendur til 9. júlí. Barnatónleikar verða í Siglufjarðarkirkju í dag kl. 17. Þá verða tónleikar í kirkjunni í kvöld kl. 20 og í Gránu kl. 21:30.

Dagskrá miðvikudags:

Siglufjarðarkirkja kl. 17.00 – 18.00

Barnatónleikar

Rebekka Ingibjartsdóttir og Jón Arnar Einarsson leika og syngja íslensk þjóðlög ásamt leikskólabörnum úr Fjallabyggð. Aðgangur ókeypis.

Siglufjarðarkirkja kl. 20.00 – 21.00

I Never Saw Another Butterfly

Verk eftir Jóhann G. Jóhannsson, Franz Schubert, Lori Laitman og Arnold Schönberg

Tónleikapassi eða miðar á staka tónleika.

Nánar um tilboð og afsláttarkjör.

Bræðsluverksmiðjan Grána kl. 21.30 – 22.30

Barónikka

Íslensk þjóðlög og fleira smálegt