Flúr er nýútgefin hljómdiskur frá dúettinum Funa sem inniheldur lítt þekkta, gullfallega, íslenska þjóðlagatónlist. Þau spila m.a. á Gránu Siglufirði, þriðjudaginn 18. júní kl. 21.

Á útgáfutónleikunum flytja þau Bára Grímsdóttir og Chris Foster m.a. lög af Flúr, en þau skipa Funa. Bára og Chris syngja bæði og auk þess leikur Bára á finnskt kantele, en Chris spilar á gamla íslenska hljóðfærið, langspil og á gítar, sem er þó stilltur öðruvísi en venjulegt er. Á diskinum Flúr er að finna nokkur ný lög eftir Báru Grímsdóttur sem fæst hafa verið hljóðrituð til útgáfu fyrr. Meirihlutinn eru þó kvæðalög, tvísöngslög og sálmalög sem fundist hafa í ýmsum gömlum heimildum og eru flutt í útsetningum Báru og Chris. Textarnir eru bæði nýir og gamlir, allt frá þjóðkvæðum og sálmum frá 16. öld til kvæða eftir Grím Lárusson frá Grímstungu, föður Báru. Umgjörð disksins er vönduð og með honum fylgir veglegur bæklingur á íslensku og ensku.

Skyggnusýning fylgir tónlistinni á tónleikum. Þar eru ljósmyndir úr eign safni þeirra Báru og Chris ásamt eldri myndum úr fjölskyldualbúmum og öðrum söfnum. Myndirnar eru valdar í samhengi við efni söngvanna og bæta þannig hinu sjónræna við upplifun áheyrenda. Þetta eykur heildaráhrifin af tónleikum FUNA, bæði á íslenska og erlenda áheyrendur.  Nánar um dúettinn hér.

Útgáfutónleikar – FLÚR GMCD007

  • Gamla kirkjan, Blönduósi  –  fimmtudaginn 13. júní,  kl. 20.00
  • Byggðarsafnið Hvoll, Dalvík  –  laugardaginn 15. júní,  kl. 14.00
  • Hólakirkja, Hjaltadal  –  sunnudaginn 16. júní,  kl. 16.00
  • Grána, Síldarminjasafnið Siglufirði  –  þriðjudaginn 18. júní,  kl. 21.00

c5386b_3f215526867e651a38b7a2d7fcfcbe36.png_srz_270_220_75_22_0.50_1.20_0.00_png_srz