Opna Ísfellsmótið fór fram í gær á Skeggjabrekkuveli í Ólafsfirði á vegum GFB. Leiknar voru 18 holur í punktakeppni í karla- og kvennaflokki. 33 kylfingar voru skráðir til leiks, 20 karlar og 13 konur. Jöfn keppni var í báðum flokkum um efstu sætin.

Í karlaflokki sigraði Halldór Ingvar Guðmundsson, með 40 punkta, en hann er núverandi þjálfari KF og fyrrum markmaður liðsins til margra ára.

Í 2. sæti var Sigmundur Agnarsson frá GFB með 38 punkta og Elvar Hermannsson með 36 punkta í 3. sæti.

Í kvennaflokki sigraði Ólína Guðjónsdóttir frá GSK með 34 punkta. Bryndís Björnsdóttir frá GA var í 2. sæti með 33 punkta. Halldóra Andrésdóttir frá GSS var í 3. sæti með 33 punkta.

Verðlaun:

1. sæti 17.000 kr gjafabréf frá Golfskálanum
2. sæti 12.000 kr gjafabréf frá Golfskálanum
3. sæti 7.000 kr gjafabréf frá Golfskálanum

Öll úrslit karla og kvenna:

Gæti verið mynd af 3 manns, people golfing og Texti þar sem stendur "+ adidas adidas"
Myndir: GFB

Gæti verið mynd af 4 manns og people golfing