Sigmundur Ernir Rúnarsson og fimm aðrir þingmenn Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Hreyfingar hafa lagt fram tillögu á Alþingi um styttingu þjóðvegarins milli höfuðborgarsvæðisins og Norðausturlands með lagningu nýs vega á svonefndri Svínavatnsleið. Telja flutningsmenn að lagning þessa vegar, svokölluð Húnavallaleið, yrði ein arðsamasta samgönguframkvæmd sem mögulegt sé að ráðast í. Á innanríkisráðherra að hlutast til að um að hefja undirbúning og fjármögnun framkvæmdanna yrði með töku veggjalda.

Rúv.is greinir frá.