Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit auglýsa hér með til umsóknar stöðu sameiginlegs skipulagsfulltrúa. Gert er ráð fyrir starfsstöðum í báðum sveitarfélögunum. Æskilegt er að viðkomandi hafi einnig réttindi til að gegna starfi byggingarfulltrúa. Um er að ræða fullt starf. Skipulagsfulltrúinn þarf að geta hafið störf sem fyrst í upphafi næsta árs.
Umsækjendur skulu uppfylla hæfis-og menntunarkröfur sem gerðar eru til skipulagsfulltrúa samkvæmt skipulagslögum.
Umsóknum skal skila á skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarni,650 Laugum fyrir mánudaginn 12. des. nk. eða með tölvupósti fyrir sama tíma á netfangið: tryggvi@thingeyjarsveit.is.
Frekari upplýsingar veita sveitarstjórar sveitarfélaganna.
Guðrún María Valgeirsdóttir, Tryggvi Harðarson,
Sveitarstjóri Skútustaðahrepps Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar