Það er þétt dagskrá í dag á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og verða viðburðir allan daginn og fram á kvöld. Viðburðir verða í Siglufjarðarkirkju þegar Olga Vocal mætir til leiks kl. 14:00. Kvæðamannakaffi verður í Þjóðlagasetrinu kl. 15:30. Tónleikar hefjast í Siglufjarðarkirkju kl. 17:00 þegar dönsk þjóðlagasveit stígur á sviðið. Uppskeruhátíð verður í Bátahúsinu í kvöld kl. 20:30. Harmónikkudansleikur verður á Rauðku kl. 23:00 í kvöld.

Laugardagur 8. júlí 2023

Kirkjuloftið kl. 10.00-12.00

Íslenskir þjóðdansar og „gömlu“ dansarnir. Kennarar: Atli Freyr Hjaltason og Elizabeth Katrín Mason. Ásta Soffía Þorgeirsdóttir leikur með á harmóniku. Opið öllum ókeypis.

Siglufjarðarkirkja kl. 14.00 – 15.00

Olga Vocal Ensemble

Olga Vocal Ensemble er alþjóðlegur sönghópur sem fagnar 10 ára afmæli sínu á Siglufirði. Félagar í Olgu stunduðu allir nám hjá Jóni Þorsteinssyni í Utrecht í Hollandi. Hópurinn hefur haldið tónleika víða í Evrópu og Bandaríkjunum.

  • Jonathan Ploeg
  • Arjan Lienaerts
  • Matthew Lawrence Smith
  • Philip Barkhudarov
  • Pétur Oddbergur Heimisson

Tónleikapassi eða miðar á staka tónleika.

Nánar um tilboð og afsláttarkjör.

Þjóðlagasetrið kl. 15.30 – 16.30

Kvæðamannakaffi. Rósa Jóhannesdóttir og fjölskylda kveða og syngja íslensk þjóðlög. Aðgangur ókeypis.

  • Rósa Jóhannesdóttir
  • Iðunn Zimsen
  • Gréta Petrína Zimsen
  • Jóhannes Jökull Zimsen
  • Helgi Zimsen

Siglufjarðarkirkja kl. 17.00 – 18.00  

Lúta og leyndir hljómar

Alþjóðlega þjóðlagasveitin Atika frá Danmörku leikur íslensk, norræn og spænsk þjóðlög

  • Queralt Adam selló og söngur
  • Elena Medina barokkgítar og bassalúta
  • Nikolaju Rosvig slagverk og klarinett
  • Joaquin Duran saxófónn og slagverk

Tónleikapassi eða miðar á staka tónleika.

Nánar um tilboð og afsláttarkjör.

Bátahúsið 20.30 – 22.30

Uppskeruhátíð. Listamenn af hátíðinni koma fram

  • Sérstakir heiðursgestir: Rena Rasouli, Alexandros Rasoulis
    • og Georgios Rasoulis frá Krít á Grikklandi.

Tónleikapassi eða miðar á staka tónleika.

Nánar um tilboð og afsláttarkjör.

Rauðka kl. 23.00 – 24.00

Harmónikudansleikur

Tónleikapassi eða miðar á staka tónleika.

Nánar um tilboð og afsláttarkjör.