Aðalfundur Jassklúbbs Ólafsfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 1. mars kl. 20 á Hótel Brimnesi í Ólafsfirði.
Á dagskrá eru:
- Hefðbundin aðalfundarstörf
- Blue North Music Festival í sumar (blúshátíðin)
- Fjölgun félaga
- Nafn félagsins
Hvetjum sem flesta til að mæta sem áhuga hafa á tónlist og menningu í Fjallabyggð.
(Siglfirðingar sérstaklega boðnir velkomnir)
Jassklúbbur Ólafsfjarðar