Enn ein framkvæmdin er hafin á Siglufirði. Rauðkumenn vinna nú að því að tengja saman Gulahúsið og Bláahúsið við höfnina. Í húsunum er veitingastaðurinn Hannes Boy og samkomusalur er í bláa húsinu, en það hefur verið notað fyrir listasýningar, bíósýningar og fleira. Unnið er að því núna að rífa niður veggi og stefnt er að því að klára tenginguna í mars. Við þetta mun Rauðka auka þjónustu sína við veislur og viðburði í þessum húsum.

Ljósmynd: Magnús Rúnar Magnússon/ Héðinsfjörður.is