Sóknarnefnd Ólafsfjarðarprestakalls hefur farið yfir tillögur frá skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar varðandi staðsetningu á nýjum kirkjugarði í Ólafsfirði. Sóknarnefndin telur að svæði við Garðsveg á þjóðvegi 802 sé ákjósanlegast fyrir nýjan kirkjugarð í Ólafsfirði. Sóknarnefndin vill einnig ræða þetta svæði í heild við skipulags nefndina.
Greina þarf svæðið og kortleggja það land sem þörf er á undir fyrir kirkjugarðinn.
Ljóst er að aðeins lengri spölur verður í nýjan kirkjugarð á þessu svæði miðað við eldri garðinn sem er í miðbæ Ólafsfjarðar, en hefð er fyrir því að fylgja fólki síðasta spölin gangandi frá Ólafsfjarðarkirkju í kirkjugarðinn.