Unglingarnir frá Tennis- og badmintonfélagi Siglufjarðar (TBS) eru stödd í Reykjavík þessa helgina ásamt forráðamönnum. TBS  tekur þátt í Reykjavíkurmóti unglinga sem fram fer í TBR húsinu í Laugardal. Um 10 unglingar eru frá félaginu á þessu móti.

Á morgun sunnudag leika Erik Valur Kjartansson og Sebastían Amor Óskarsson í U15 í undanúrslitum í tvíliðaleik Sveina. Þeir félagar léku í dag í einliðaleik U13 og U15

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af stúlkunum í TBS spilandi einliðaleiki í dag.