Í lok síðasta árs fjárfesti Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar í skotvél sem hefur verið nýtt við þjálfun á þessu ári. Vélin skýtur badminton flugum yfir netið og reynir á snerpu iðkenda, fótaburð og móttöku.
Í sumar fjárfesti TBS í strengingarvél til að strengja slitna spaða og er búnaðurinn kominn í notkun og á eftir að nýtast félaginu vél og spara iðkendum tímann sem færi annars í að senda spaðana til höfuðborgarinnar.
TBS fékk ýmsa styrki til að fjármagna þessi kaup, meðal annars Frístundastyrk UÍF, styrk frá Rannís, happdrætti TBS og einnig fyrirtæki sem styrktu félagið beint.