Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar (TBS) er með 9 iðkendur á Vetrarmóti unglinga sem haldið er um helgina í TBR í Reykjavík.

Á mótinu eru 115 keppendur eru skráðir til leiks, frá 8 félögum.

Einliðaleikir fóru fram í gær og gekk TBS vel. Í dag eru tvíliða og tvenndarleikir í gangi. Keppt er í A og B flokkum á mótinu.

Á myndunum hérna eru U-15 ára hjá TBS að keppa í undanúrslitum.