Félagsmálanefnd Fjallabyggðar hefur óskað eftir því að lóðirnar að Gránugötu 8, Gránugötu 12 og Hvanneyrarbraut 27 á Siglufirði verði teknar frá fyrir uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk en ekki liggur fyrir hvaða lóð eða lóðir verða fyrir valinu. Óskað er eftir því að þessar lóðir fari ekki í almenna úthlutun.
Einnig hefur nefndin óskað eftir því að undirbúningur verði hafinn fyrir deiliskipulag væntalegrar starfsemi búsetuþjónustu fatlaðs fólks með þessar lóðir í huga. Gert er ráð fyrir byggingarmagni sem nemur 5-6 íbúðum.
Einnig verða kannaðir möguleikar á fleiri stöðum undir slíkt búsetuúrræði í Fjallabyggð.