Aukin samvinna menningarstofnana á Akureyri
Fulltrúar Leikfélags Akureyrar, Menningarfélagsins Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands hafa ákveðið að ganga til viðræðna, undir stjórn Akureyrarstofu, um aukið samstarf og mögulegan samrekstur stofnananna. Stjórn Akureyrastofu hefur samþykkt viðræðuáætlun.