Félagsmiðstöðin Neon

Unglingar í Grunnskóla Fjallabyggðar bíða enn eftir að húsnæði fyrir félagsmiðstöðina Neón en til stóð að húsnæðið við Suðurgötu 2-4 á Siglufirði yrði tilbúið fyrir skólabyrjun. Ljóst er nú að tafir eru á verklokum en Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar fór nýverið í skoðunarferð um húsnæðið.

Nefndin ákvað í framhaldinu að biðja nemendur á unglingastigi í Grunnskóla Fjallabyggðar afsökunar á þessari seinkun, en vonast er til að framkvæmdum ljúki sem allra fyrst.