Á haustönn í Menntaskólanum á Akureyri eru tæplega 600 nemendur skráðir í skólann í 23 bekkjum. Nýnemar eru 180 talsins og raðast þeir niður á sjö bekki.  Fyrstu dagar skólaársins eru að miklu leyti tileinkaðir nýjum nemendum skólans með árvissum viðburðum eins og nýnemamóttöku, nýnemagöngu og nýnemaballi.