Fimmtíu og átta manna hópur úr Félagi eldri borgara á Norðfirði lagði land undir hjól í gær og fór norður í Fjallabyggð í fjögurra daga ferð. Gist verður þrjár nætur á Ólafsfirði og farnar skoðanaferðir þaðan, meðal annars til Siglufjarðar þar sem boðið verður upp á skoðunarferð í fylgd heimamanna.
Á Hótel Brimnesi á Ólafsfirði verður slegið upp hamónikkuballi, gripið í spil og ýmislegt annað gert til afþreyingar. Til stendur að fara að Hólum og ferðinni lýkur væntanlega í skoðunarferð í Hrísey.