Aldrei fleiri gestir hafa heimsótt Síldarminjasafnið eins og á síðasta ári en þá komu tæplega 30 þúsund gestir samkvæmt tilkynningu frá Safninu. Fyrir covid faraldurinn þá voru 27.500 gestir árið 2018 og rúmlega 25 þúsund árið 2016. Leiðsagnir um safnið voru rétt um 500 á árinu 2022 en það er vinsælt hjá erlendum ferðamönnum sem stoppa í stutta stund í Fjallabyggð komandi með skemmtiferðaskipi til hafnar. Þá voru 62 síldarsaltanir hjá Síldarminjasafninu, en það er sýning sem fram fer á bryggjuborðinu fyrir utan safnið og er reglulega sett upp slík sýning þegar hópur ferðamanna á pantaða heimsókn á safnið.
Uppbygging Salthússins hélt áfram á síðasta ári og í desember var haldin fyrsta veislan í því húsnæði. Vegna vatnsflóða í nóvember var pakkað niður heillri sýningu sem stóð í Njarðarskemmu.
Jólaviðburðir á safninu hafa aldrei verið fleiri, en á safninu starfa nú úrvals tónlistarfólk í fullu starfi og nýtist það vel við að skapa góða stemningu þegar veislur eru haldnar á safninu.