Eins og venja hefur verið síðustu ár þá hefur umferð um Múlagöng verið margföld um helgina þar sem Fiskidagurinn mikli hefur verið haldinn á Dalvík. Í gær var aðal kvöldið á Fiskideginum á Dalvík og fóru 2478 bílar um göngin til miðnættis, og tæplega 500 til viðbótar um nóttina.  Mestur fjöldi á hverjar 10 mínútur var á slaginu 01:00 eftir miðnætti í nótt, en þá fóru 108 bílar í gegn, og á næstu 10 mínútum fóru aftur tæplega 100 bílar, svo það hefur verið mikið álag á þeim tíma að fara í gegn um göngin.

Föstudagsumferðin var einnig talsverð í Múlagöngum en þá fóru 1672 bílar í gegnum göngin.

Um Hámundarstaðarháls var einnig mikil umferð, en þar fóru í gær 7788 bílar og tæplega 2000 eftir miðnætti. Föstudagsumferðin var einnig talsverð, eða 5308 bílar.