Í dag, sunnudaginn 3. júlí er síðasti dagur sýningarinnar á myndum sem börn teiknuðu við ljóð sem lesin voru upp á Ljóðasetrinu á dögunum. Þá hafa tæplega 100 manns komið að skoða síðustu daga.
Í tilefni af sýningarlokum mun Þórarinn Hannesson forstöðumaður setursins grípa í gítarinn kl. 16.00 í dag og leika og syngja nokkur lög fyrir börn á öllum aldri.
