Ljóst er að nemendum hefur fækkað í Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði og Ólafsfirði. Í upphafi skólaárs eru 206 nemendur og nemur fækkunin um 20 nemendum frá því á síðasta skólaári, eða um tæplega 10%.

Í lok ágúst gengu nemendur ýmsar gönguleiðir um Ólafsfjörð, en ákveðið var að flýta hinum árlega hreystidegi vegna slæmrar veðurspár. Yngstu krakkarnir gengu frá Kleifunum inn í Árdal. Aðrir gengu ýmist inn í Brimnesdal, Burstabrekkudal eða frá Kleifum í Fossdal.

Myndir frá heimasíðu Grunnskóla Fjallabyggðar. Fleiri myndir hér.

20130828_104808 20130828_084247

Ljósmyndir: grunnskoli.fjallabyggd.is