Sýningar Aðaheiðar S. Eysteindóttur í Listagilinu á Akureyri og nágrenni þess, Réttardagur 50 sýninga röð,  hafa undanfarnar vikur notið mikilla vinsælda. Aðsóknin hefur verið með eindæmum þar sem þúsundir hafa heimsótt sýningarnar. Sýningin höfðar til allra aldurshópa og dregur að fólk sem leggur ekki vanalega leið sína í Listagilið.

Viðfangsefni sýninganna er íslensk bændamenning og menning tengd sauðkindinni.

Sýningum Aðalheiðar í Ketilhúsi og Deiglu lýkur um Verslunarmannahelgina, sunnudaginn 4. ágúst, en sýning hennar í Listasafninu á Akureyri stendur til 11. ágúst. Sjónlistamiðstöðin er opin þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 09-17 og er aðgangur ókeypis.

Heimild: listasafn.akureyri.is