Sýningin MATUR-INN verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri í fimmta sinn um komandi helgi.  Síðast voru gestir 12-14 þúsund og er búist við öðru eins í ár. Sýningarbásar eru fleiri en á síðustu sýningu og sýningasvæðið stærra. Sem fyrr er aðgangur ókeypis og undirstrikað að um er að ræða sölusýningu og því hægt er að gera góð kaup hjá sýnendum. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, mun opna sýninguna formlega en hún verður opin kl. 11-17 á laugardag og sunnudag.