Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 161.000.000 kr. til 13 ára. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir lána á gjalddaga hjá Lánasjóði sveitarfélaga á síðari hluta árs 2011 ásamt því að fjármagna gatnagerð, gangstéttir og fráveituverkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.