Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að sumarlokun Leikskóla Fjallabyggðar verði frá 16. júlí til og með 3. ágúst 2018 og að foreldrar hafi val um að nýta vikurnar 9.-13. júlí og 7.-11. ágúst til sumarleyfa. Hver nemandi þarf að ná 4 vikna samfelldu sumarleyfi.
Gerð var könnun meðal foreldra leikskólabarna í Fjallabyggð til þess að meta hvaða vikur henta best til sumarlokunar Leikskóla Fjallabyggðar. Niðurstaðan var sú að lokun frá 16. júlí – 3. ágúst hentaði flestum nemendum best.