Sundlaugin á Hofsósi hefur hlotið mikla athygli frá því að hún opnaði í fyrra. En í ár hafnaði laugin í fyrsta sæti yfir bestu sundlaugar á Íslandi, samkvæmt könnun DV. Könnunin var framkvæmd miðvikudaginn 6. júlí 2011. 

Það er óhætt að segja að hönnunin á lauginni hefur slegið í gegn þar sem staðsetningin er einstök og útsýnið yfir fjörðinn er stórkostlegt. Þar sem gestir geta slakað á í afslappandi andrúmslofti og notið góðrar þjónustu frá starfsfólki sundlaugarinnar.

Þess ber að geta að sundlaugin vakti einnig athygli í fyrra fyrir einstakt útsýni, þegar að DV tók saman upplýsingar um bestu og merkilegustu sundlaugar Íslands.

Það var Sveinbjörn Sigurðsson hf. sem sá um framkvæmdahliðina fyrir sveitafélagið Skagafjörð.

“Sveinbjörn Sigurðsson hf. er stoltur af því að hafa séð um framkvæmd sundlaugarinnar á Hofsósi, sem hefur verið valin besta sundlaug landsins skv. DV, unnið til Steinsteypuverðlaunanna árið 2011 ásamt því að vera eitt af fimm mannvirkjum sem tilnefnd eru fyrir Íslands hönd til MvdR verðlaunanna.
Þökkum við samstarfið við Sveitafélagið Skagafjörð ásamt því að óska íbúum Hofsóss og nágrennis til hamingju með laugina.” segir í tilkynningu frá SS Verktaka.

 Sundlaugin er opin mánudaga til föstudaga kl. 9.15-21.15. Laugardaga og sunnudaga kl. 10.15-17.15